En ef eignirnar eru 1200 milljarðar?

Ef eignirnar eru 800-1200 milljarðar, geta þær alveg eins verið 1200 milljarðar og þá væri væntanlega til nóg til að greiða allar skuldbindingar Icesave. Er ekki betra að bíða með allt hjal um þetta þar til raunverulegar upphæðir og tölur koma í ljós!


mbl.is Eignir Landsbanka duga ekki fyrir Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki fýsilegt að fjárfesta á Íslandi

Nei, ég held ég fari með mína peninga annað, er hrædd um að lenda í annarri eignaupptöku. Þeir sem áttu að fylgjast með unnu ekki sína vinnu og þeir sem fjárfestu í íslensku bönkunum töpuðu. Það hefur ekki verið skipt út þeim sem ekki stóðu sig; stjórnendur bankanna hafa jú flestir verið látnir fara en þeir sem báru og bera enn ábyrgð á efnahagsmálunum hér á landi sitja sem fastast. Þeir bera ábyrgð því þeir brugðust með því að sofna á vaktinni.


mbl.is Töluvert gengið á gjaldeyrisforða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gröfum krónuna.

Vel orðað hjá Eddu Rós. Eru neikvæðar hliðar þess að halda uppi sér gjaldmiðli fyrir 300 þús hræður ekki orðnar miklu fleiri en þær jákvæðu? Aðrar þjóðir hafa misst trúna á krónunni og því litlar líkur að erlendir og íslenskir fjárfestar skipti erlendum gjaldmiðli fyrir íslenskan, jafnvel þótt vextir séu háir.  Við fáum líklegast ekki að taka upp evruna án aðildar að sambandinu en það að hefja viðræður um aðild gæti líklegast haft einhver jákvæð áhrif á krónulufsuna jafnvel þó ákvörðun um þátttöku verði ekki ákveðin strax.
mbl.is Koma „krónulufsunni" í gang á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband